Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 18:39 Hundur af gerðinni pug en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn. Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn.
Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira