Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 18:39 Hundur af gerðinni pug en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn. Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn.
Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira