Veikur eftir að hafa verið skilinn eftir inni í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2016 07:00 Bannað er að skilja hunda eftir í bíl samkvæmt nýrri reglugerð sem fylgir dýraverndarlögunum að sögn dýralæknis. nordicphotos/getty „Í flestum tilfellum þegar harmleikur verður á Íslandi er um að ræða hundaeigendur sem misreikna sig,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Mikil umræða hefur skapast á Facebook-síðunni Hundasamfélagið um það að hundaeigendur hér á landi eigi það til að skilja hunda eftir inni í bíl í miklum hita þessa dagana.nordicephotos/gettyHallgerður ítrekar mikilvægi þess að fólk skilji hunda ekki eftir í bíl án þess að skilja eftir opnar rúður þannig að það sé gegnumstreymi og að bílnum sé lagt í skugga. Nýlega hafi hundur fundist mjög illa haldinn eftir að hafa verið skilinn eftir í bíl en eigendurnir höfðu verið lengur frá bílnum en ætlunin var upphaflega. „Sá hundur kom til en hann varð mjög veikur,“ segir Hallgerður og bætir við að bílar hitni mjög hratt og að fólk geti ekki reiknað út hversu lengi það sé í lagi að skilja hunda eftir miðað við hitastig. „Ef hundar eru lokaðir í bíl í einhvern tíma eru góðar líkur á því að það valdi því að dýrinu líði mjög illa eða jafnvel deyr dýrið. Það á að skilja hundinn eftir heima ef það á að fara þangað sem hundar mega ekki koma og ef stoppa á lengur en 10 mínútur eða svo. Bílar eru engir geymslustaðir fyrir hunda.“ Katrín Harðardóttir dýralæknir segir hættulegt að skilja hunda eftir inni í bíl. „Sérstaklega flatnefja hunda. Ég veit sjálf um einn bulldog og einn boxer sem dóu inni í bíl á Íslandi fyrir nokkrum árum,“ segir Kristín og bætir við að séu hundar í heitum bíl geti þeir þornað upp, fengið hitasjokk og svo hjartastopp í kjölfarið. Að sögn Katrínar er bannað að skilja hunda eftir í bíl samkvæmt nýrri reglugerð sem fylgir dýraverndarlögunum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
„Í flestum tilfellum þegar harmleikur verður á Íslandi er um að ræða hundaeigendur sem misreikna sig,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Mikil umræða hefur skapast á Facebook-síðunni Hundasamfélagið um það að hundaeigendur hér á landi eigi það til að skilja hunda eftir inni í bíl í miklum hita þessa dagana.nordicephotos/gettyHallgerður ítrekar mikilvægi þess að fólk skilji hunda ekki eftir í bíl án þess að skilja eftir opnar rúður þannig að það sé gegnumstreymi og að bílnum sé lagt í skugga. Nýlega hafi hundur fundist mjög illa haldinn eftir að hafa verið skilinn eftir í bíl en eigendurnir höfðu verið lengur frá bílnum en ætlunin var upphaflega. „Sá hundur kom til en hann varð mjög veikur,“ segir Hallgerður og bætir við að bílar hitni mjög hratt og að fólk geti ekki reiknað út hversu lengi það sé í lagi að skilja hunda eftir miðað við hitastig. „Ef hundar eru lokaðir í bíl í einhvern tíma eru góðar líkur á því að það valdi því að dýrinu líði mjög illa eða jafnvel deyr dýrið. Það á að skilja hundinn eftir heima ef það á að fara þangað sem hundar mega ekki koma og ef stoppa á lengur en 10 mínútur eða svo. Bílar eru engir geymslustaðir fyrir hunda.“ Katrín Harðardóttir dýralæknir segir hættulegt að skilja hunda eftir inni í bíl. „Sérstaklega flatnefja hunda. Ég veit sjálf um einn bulldog og einn boxer sem dóu inni í bíl á Íslandi fyrir nokkrum árum,“ segir Kristín og bætir við að séu hundar í heitum bíl geti þeir þornað upp, fengið hitasjokk og svo hjartastopp í kjölfarið. Að sögn Katrínar er bannað að skilja hunda eftir í bíl samkvæmt nýrri reglugerð sem fylgir dýraverndarlögunum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira