Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:02 Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah hafa fagnað mörgum sætum sigrum saman. Getty Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid. Alexander-Arnold er fæddur og uppalinn í Liverpool og lék í fyrsta sinn með aðalliði félagsins árið 2016. Hann yfirgefur Englandsmeistarana í sumar og sú ákvörðun hans virðist fara afar illa í suma af stuðningsmönnum liðsins sem bauluðu á hann í 2-2 jafnteflinu við Arsenal síðasta sunnudag. Aðrir klöppuðu hins vegar fyrir honum. „Mér fannst einhvern veginn að stuðningsmennirnir væru of harkalegir við hann,“ sagði Salah við Sky Sports. „Mér fannst hann ekki verðskulda þetta á þessum tímapunkti. Hann á skilið að stuðningsmennirnir fari eins vel með hann og hægt er því hann hefur gefið þeim allt sem hann getur,“ sagði Salah. „Ímyndið ykkur einhvern sem gefur ykkur allt sem hann á í tuttugu ár. Svona á þetta ekki að vera. Vonandi breytist þetta í næsta leik, gegn Brighton eða í síðasta leik tímabilsins, því hann á skilið að vera kvaddur með virktum,“ sagði Salah. Alexander-Arnold, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 353 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skorað 23 mörk. Hann hefur meðal annars unnið tvo Englandsmeistaratitla með liðinu, Meistaradeild Evrópu, enska bikarinn og enska deildabikarinn. „Ég elska hann,“ sagði Salah um sinn fráfarandi liðsfélaga. „Mér finnst hann eiga skilið að vera kvaddur með allra besta hætti. Hann hefur gert svo mikið fyrir borgina og fyrir félagið og hann er líklega einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann lagði allt í sölurnar,“ sagði Salah sem sjálfur ákvað að vera áfram hjá Liverpool og skrifaði undir samning til tveggja ára í síðasta mánuði. Enski boltinn Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Körfubolti Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Enski boltinn Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Útsendingar í HM félagsliða sýna sjónarhorn dómarans Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Vilja að Mbeumo elti stjórann Veltir því fyrir sér hvort „24 klukkutíma reglan“ lifi af vistaskiptin Gamli liðsfélagi Arnars og Bjarka gæti bæst í þjálfarateymi Liverpool „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“ Fer fyrst í frí en semur svo við Liverpool Borga fimm milljarða fyrir táning Man. Utd með í slaginn um Ekitike Daninn orðinn stjóri Tottenham Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Draumur Cunha rættist Grealish fer ekki með á HM félagsliða Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Sjá meira
Alexander-Arnold er fæddur og uppalinn í Liverpool og lék í fyrsta sinn með aðalliði félagsins árið 2016. Hann yfirgefur Englandsmeistarana í sumar og sú ákvörðun hans virðist fara afar illa í suma af stuðningsmönnum liðsins sem bauluðu á hann í 2-2 jafnteflinu við Arsenal síðasta sunnudag. Aðrir klöppuðu hins vegar fyrir honum. „Mér fannst einhvern veginn að stuðningsmennirnir væru of harkalegir við hann,“ sagði Salah við Sky Sports. „Mér fannst hann ekki verðskulda þetta á þessum tímapunkti. Hann á skilið að stuðningsmennirnir fari eins vel með hann og hægt er því hann hefur gefið þeim allt sem hann getur,“ sagði Salah. „Ímyndið ykkur einhvern sem gefur ykkur allt sem hann á í tuttugu ár. Svona á þetta ekki að vera. Vonandi breytist þetta í næsta leik, gegn Brighton eða í síðasta leik tímabilsins, því hann á skilið að vera kvaddur með virktum,“ sagði Salah. Alexander-Arnold, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 353 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skorað 23 mörk. Hann hefur meðal annars unnið tvo Englandsmeistaratitla með liðinu, Meistaradeild Evrópu, enska bikarinn og enska deildabikarinn. „Ég elska hann,“ sagði Salah um sinn fráfarandi liðsfélaga. „Mér finnst hann eiga skilið að vera kvaddur með allra besta hætti. Hann hefur gert svo mikið fyrir borgina og fyrir félagið og hann er líklega einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann lagði allt í sölurnar,“ sagði Salah sem sjálfur ákvað að vera áfram hjá Liverpool og skrifaði undir samning til tveggja ára í síðasta mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Körfubolti Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Enski boltinn Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Útsendingar í HM félagsliða sýna sjónarhorn dómarans Sport Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Þrír Íslendingar tilnefndir af Evrópska handknattleikssambandinu Sport Jafntefli í fyrsta leik Xabi Alonso og Trent hjá Real Madrid Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Vilja að Mbeumo elti stjórann Veltir því fyrir sér hvort „24 klukkutíma reglan“ lifi af vistaskiptin Gamli liðsfélagi Arnars og Bjarka gæti bæst í þjálfarateymi Liverpool „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“ Fer fyrst í frí en semur svo við Liverpool Borga fimm milljarða fyrir táning Man. Utd með í slaginn um Ekitike Daninn orðinn stjóri Tottenham Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Draumur Cunha rættist Grealish fer ekki með á HM félagsliða Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Sjá meira