Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 13:11 Ferðamenn fylgjast með ís hrynja úr Perito Moreno-skriðjöklinum af útsýnispalli. Vísir/Getty Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir. Argentína Loftslagsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir.
Argentína Loftslagsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira