Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 20:07 Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar. Vísir/Anton Brink Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og þar reyndist nýi maðurinn Benjamin Stokke hetjan. Hann skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði gestanna undir lokin en það kom ekki að sök og Afturelding er komin áfram. 🥛ÍA 0 - Afturelding 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta⚽️Benjamin Stokke🟥Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Það er gömul mýta að ef lið mætast tvívegis í röð, annars vegar í deild og hins vegar í bikar, þá sé ómögulegt að vinna báða leikina. Sú mýta raungerðist í Laugardalnum þar sem ÍBV lagði KR nokkrum dögum eftir að tapa 4-1 á sama velli. Atli Sigurjónsson kom KR yfir á 29. mínútu en Oliver Heiðarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Á 64. mínútu kom Hermann Þór Ragnarsson gestunum yfir eftir frábæra skyndisókn. Varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði metin eftir hornspyrnu en Omar Sowe kom ÍBV yfir á nýjan leik með fínni afgreiðslu á 81. mínútu. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna sitt skeið skaut Oliver ÍBV í 8-liða úrslitin eftir vandræðagang í vörn KR. Lokatölur í Laugardalnum 2-4 og fyrsta tap KR á leiktíðinni staðreynd. 🥛KR 2 - ÍBV 4Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaÍBV⚽️⚽️Oliver Heiðarsson⚽️Omar Sowe⚽️Hermann Þór RagnarssonKR⚽️Guðmundur Andri Tryggvason⚽️Atli Sigurjónsson pic.twitter.com/JeVi2nFSbz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Þá vann Keflavík, sem leikur í Lengjudeildinni, 5-2 sigur á Víking Ólafsvík sem leikur deild neðar. Gestirnir frá Ólafsvík komust óvænt 2-1 yfir í fyrri hálfleik en svo ekki söguna meir. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og þar reyndist nýi maðurinn Benjamin Stokke hetjan. Hann skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði gestanna undir lokin en það kom ekki að sök og Afturelding er komin áfram. 🥛ÍA 0 - Afturelding 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta⚽️Benjamin Stokke🟥Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Það er gömul mýta að ef lið mætast tvívegis í röð, annars vegar í deild og hins vegar í bikar, þá sé ómögulegt að vinna báða leikina. Sú mýta raungerðist í Laugardalnum þar sem ÍBV lagði KR nokkrum dögum eftir að tapa 4-1 á sama velli. Atli Sigurjónsson kom KR yfir á 29. mínútu en Oliver Heiðarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Á 64. mínútu kom Hermann Þór Ragnarsson gestunum yfir eftir frábæra skyndisókn. Varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði metin eftir hornspyrnu en Omar Sowe kom ÍBV yfir á nýjan leik með fínni afgreiðslu á 81. mínútu. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna sitt skeið skaut Oliver ÍBV í 8-liða úrslitin eftir vandræðagang í vörn KR. Lokatölur í Laugardalnum 2-4 og fyrsta tap KR á leiktíðinni staðreynd. 🥛KR 2 - ÍBV 4Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaÍBV⚽️⚽️Oliver Heiðarsson⚽️Omar Sowe⚽️Hermann Þór RagnarssonKR⚽️Guðmundur Andri Tryggvason⚽️Atli Sigurjónsson pic.twitter.com/JeVi2nFSbz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Þá vann Keflavík, sem leikur í Lengjudeildinni, 5-2 sigur á Víking Ólafsvík sem leikur deild neðar. Gestirnir frá Ólafsvík komust óvænt 2-1 yfir í fyrri hálfleik en svo ekki söguna meir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira