Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 20:07 Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar. Vísir/Anton Brink Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og þar reyndist nýi maðurinn Benjamin Stokke hetjan. Hann skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði gestanna undir lokin en það kom ekki að sök og Afturelding er komin áfram. 🥛ÍA 0 - Afturelding 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta⚽️Benjamin Stokke🟥Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Það er gömul mýta að ef lið mætast tvívegis í röð, annars vegar í deild og hins vegar í bikar, þá sé ómögulegt að vinna báða leikina. Sú mýta raungerðist í Laugardalnum þar sem ÍBV lagði KR nokkrum dögum eftir að tapa 4-1 á sama velli. Atli Sigurjónsson kom KR yfir á 29. mínútu en Oliver Heiðarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Á 64. mínútu kom Hermann Þór Ragnarsson gestunum yfir eftir frábæra skyndisókn. Varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði metin eftir hornspyrnu en Omar Sowe kom ÍBV yfir á nýjan leik með fínni afgreiðslu á 81. mínútu. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna sitt skeið skaut Oliver ÍBV í 8-liða úrslitin eftir vandræðagang í vörn KR. Lokatölur í Laugardalnum 2-4 og fyrsta tap KR á leiktíðinni staðreynd. 🥛KR 2 - ÍBV 4Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaÍBV⚽️⚽️Oliver Heiðarsson⚽️Omar Sowe⚽️Hermann Þór RagnarssonKR⚽️Guðmundur Andri Tryggvason⚽️Atli Sigurjónsson pic.twitter.com/JeVi2nFSbz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Þá vann Keflavík, sem leikur í Lengjudeildinni, 5-2 sigur á Víking Ólafsvík sem leikur deild neðar. Gestirnir frá Ólafsvík komust óvænt 2-1 yfir í fyrri hálfleik en svo ekki söguna meir. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og þar reyndist nýi maðurinn Benjamin Stokke hetjan. Hann skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði gestanna undir lokin en það kom ekki að sök og Afturelding er komin áfram. 🥛ÍA 0 - Afturelding 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta⚽️Benjamin Stokke🟥Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Það er gömul mýta að ef lið mætast tvívegis í röð, annars vegar í deild og hins vegar í bikar, þá sé ómögulegt að vinna báða leikina. Sú mýta raungerðist í Laugardalnum þar sem ÍBV lagði KR nokkrum dögum eftir að tapa 4-1 á sama velli. Atli Sigurjónsson kom KR yfir á 29. mínútu en Oliver Heiðarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Á 64. mínútu kom Hermann Þór Ragnarsson gestunum yfir eftir frábæra skyndisókn. Varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði metin eftir hornspyrnu en Omar Sowe kom ÍBV yfir á nýjan leik með fínni afgreiðslu á 81. mínútu. Þegar venjulegur leiktími var við það að renna sitt skeið skaut Oliver ÍBV í 8-liða úrslitin eftir vandræðagang í vörn KR. Lokatölur í Laugardalnum 2-4 og fyrsta tap KR á leiktíðinni staðreynd. 🥛KR 2 - ÍBV 4Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaÍBV⚽️⚽️Oliver Heiðarsson⚽️Omar Sowe⚽️Hermann Þór RagnarssonKR⚽️Guðmundur Andri Tryggvason⚽️Atli Sigurjónsson pic.twitter.com/JeVi2nFSbz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Þá vann Keflavík, sem leikur í Lengjudeildinni, 5-2 sigur á Víking Ólafsvík sem leikur deild neðar. Gestirnir frá Ólafsvík komust óvænt 2-1 yfir í fyrri hálfleik en svo ekki söguna meir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira