Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2025 12:14 Pakistanskir hermenn í Kasmír. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár. Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár.
Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira