Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 20:10 Mikel Arteta huggar Jurrien Timber eftir tap Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Richard Heathcote Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Sjá meira
Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Sjá meira