Þingmenn slá Íslandsmet Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2025 13:24 Þingheimur náði merkum áfanga í nótt þegar met var slegið í lengd fyrstu umræðu. Að minnsta kosti frá því að mælingar hófust árið 1995. Vísir Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira