„Hún er albesti vinur minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:58 Hundurinn Orka og konan Dagný eru nánir samstarfsfélagar. Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“ Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“
Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira