Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2025 09:13 Alice Weidel, leiðtogi öfgasamtakanna Valkosts fyrir Þýskaland. Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum. Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi AfD með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. AfD var flokkaður sem möguleg öfgasamtök árið 2021. Ákveðnar deildir innan hans, þar á meðal ungliðahreyfingin, hafa þegar verið skilgreindar sem öfgasamtök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins AfD samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. „Hann stefnir að því að útiloka ákveðna þjóðfélagshópa frá jafnri þátttöku í samfélaginu, að láta þá sæta meðferð sem brýtur gegn stjórnarskránni og þannig skipa þeim skör neðar að lögum,“ segir leyniþjónustan. Flokkurinn líti ekki á þýska borgara sem eiga uppruna sinn að rekja til múslimalanda sem fullgilda Þjóðverja. Þetta leiði til þess að einstaklingar og hópar sæti ærumeiðingum og rógburði sem ýti undir órökstuddan ótta og andúð á þeim. AfD hlaut næstmest fylgi í þingkosningum í Þýskalandi í febrúar. Aðrir flokkar neita þó að vinna með honum á þingi. Flokkurinn hefur mælst stærstur á landsvísu í nokkrum skoðanakönnunum að undanförnu. Alice Weidel, leiðtogi AfD, talaði meðal annars um fjöldabrottvísanir á fólki af erlendum uppruna í aðdraganda þingkosninganna í vetur. Flokkurinn er einnig, eins og fleiri hægrisinnaðir þjóðernispopúlistaflokkar, á móti Evrópusambandinu og loftslagsaðgerðum og er hallur undir stjórnvöld í Kreml. Þýskaland Trúmál Mannréttindi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi AfD með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. AfD var flokkaður sem möguleg öfgasamtök árið 2021. Ákveðnar deildir innan hans, þar á meðal ungliðahreyfingin, hafa þegar verið skilgreindar sem öfgasamtök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins AfD samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. „Hann stefnir að því að útiloka ákveðna þjóðfélagshópa frá jafnri þátttöku í samfélaginu, að láta þá sæta meðferð sem brýtur gegn stjórnarskránni og þannig skipa þeim skör neðar að lögum,“ segir leyniþjónustan. Flokkurinn líti ekki á þýska borgara sem eiga uppruna sinn að rekja til múslimalanda sem fullgilda Þjóðverja. Þetta leiði til þess að einstaklingar og hópar sæti ærumeiðingum og rógburði sem ýti undir órökstuddan ótta og andúð á þeim. AfD hlaut næstmest fylgi í þingkosningum í Þýskalandi í febrúar. Aðrir flokkar neita þó að vinna með honum á þingi. Flokkurinn hefur mælst stærstur á landsvísu í nokkrum skoðanakönnunum að undanförnu. Alice Weidel, leiðtogi AfD, talaði meðal annars um fjöldabrottvísanir á fólki af erlendum uppruna í aðdraganda þingkosninganna í vetur. Flokkurinn er einnig, eins og fleiri hægrisinnaðir þjóðernispopúlistaflokkar, á móti Evrópusambandinu og loftslagsaðgerðum og er hallur undir stjórnvöld í Kreml.
Þýskaland Trúmál Mannréttindi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira