Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:31 Sanna Magdalena er oddviti Sósíalistaflokksins og formaður velferðarráðs. Stöð 2 Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum. Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21