Konan í Bríetartúni komin á götuna Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 11:40 Konan sem er um fimmtugt er komin út á götu og örvæntingin leynir sér ekki. vísir/anton brink Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. Félagsbústaðir eiga íbúðina en konan hefur ekki greitt leigu af íbúðinni, hún telur sig ekki eiga að þurfa að gera það vegna ónæðis sem stafar af annarri konu sem hefur hrellt íbúa og í raun allt hverfið nú í tvö ár samfellt. Konan er virkur fíkill en faðir hennar, Jón Daníelsson, hefur greint frá því að hún hafi sætt ofsóknum af hálfu hinnar konunnar auk þess sem Jón hefur kvartað undan greiðslufyrirkomulaginu frá Tryggingastofnun. Konan fái greiðsluna beint í hendur og sé ætlast til þess að hún sjái um að standa skil á skuldbindingum sínum en féð fari hins vegar beint í fíkniefni. Konan með búslóð sína á götunni. Hún greiddi Félagsbústöðum ekki leigu og því fór sem fór.vísir/anton brink Félagsbústaðir eiga allar íbúðirnar við stigaganginn en ekki hefur tekist að ná tali af neinum þar vegna málsins. Ljósmyndari Vísis fylgdist með þegar konan var borin út úr íbúð sinni og við skulum leyfa fréttamyndunum að tala sínu máli. Lögreglan fylgir konunni niður stigann en hún bjó á efstu hæð.vísir/anton brink Konan kveður nágranna sína sem hafa einnig átt í erjum við konuna sem terroriserar alla sem búa við stigaganginn - í raun má segja að allt nágrennið sé undirlagt.vísir/anton brink Konan fer nauðug úr íbúð sinni, í lögreglufylgd.vísir/anton brink Nágranni konunnar fylgist með gangi mála. Hann er mjög ósáttur.vísir/anton brink Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Félagsbústaðir eiga íbúðina en konan hefur ekki greitt leigu af íbúðinni, hún telur sig ekki eiga að þurfa að gera það vegna ónæðis sem stafar af annarri konu sem hefur hrellt íbúa og í raun allt hverfið nú í tvö ár samfellt. Konan er virkur fíkill en faðir hennar, Jón Daníelsson, hefur greint frá því að hún hafi sætt ofsóknum af hálfu hinnar konunnar auk þess sem Jón hefur kvartað undan greiðslufyrirkomulaginu frá Tryggingastofnun. Konan fái greiðsluna beint í hendur og sé ætlast til þess að hún sjái um að standa skil á skuldbindingum sínum en féð fari hins vegar beint í fíkniefni. Konan með búslóð sína á götunni. Hún greiddi Félagsbústöðum ekki leigu og því fór sem fór.vísir/anton brink Félagsbústaðir eiga allar íbúðirnar við stigaganginn en ekki hefur tekist að ná tali af neinum þar vegna málsins. Ljósmyndari Vísis fylgdist með þegar konan var borin út úr íbúð sinni og við skulum leyfa fréttamyndunum að tala sínu máli. Lögreglan fylgir konunni niður stigann en hún bjó á efstu hæð.vísir/anton brink Konan kveður nágranna sína sem hafa einnig átt í erjum við konuna sem terroriserar alla sem búa við stigaganginn - í raun má segja að allt nágrennið sé undirlagt.vísir/anton brink Konan fer nauðug úr íbúð sinni, í lögreglufylgd.vísir/anton brink Nágranni konunnar fylgist með gangi mála. Hann er mjög ósáttur.vísir/anton brink
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21
Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18