Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:47 Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á þó nokkrum stöðum í Bretlandi um helgina. Getty/Ryan Jenkinson Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025 Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025
Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira