Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:47 Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á þó nokkrum stöðum í Bretlandi um helgina. Getty/Ryan Jenkinson Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025 Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025
Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila