Segir réttarríkið standa í vegi sínum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 07:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Rod Lamkey Jr. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. Í viðtalinu spurði Kirsten Welker Trump hvort hann væri sammála Marco Rubio, utanríkisráðherra sínum, um að ríkisborgarar og aðrir í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð. „Ég veit það ekki. Ég er ekki, ég er ekki lögmaður. Ég veit það ekki,“ svaraði Trump. Welker minnti hann þá á ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna segja berum orðum að allir, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki, eigi þennan rétt. Eins og fram kemur í bæði fimmta og fjórtánda viðbótarákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump. „Suma af verstu, hættulegustu mönnum jarðar. Ég var kosinn til að koma þeim úr landi og dómstólar standa í vegi mínum.“ Welker spurði Trump þá hvort að hann þyrfti ekki að framfylgja stjórnarskránni, burtséð frá fjölda þeirra sem hann ætlaði að vísa úr landi, þar sem hann væri forseti. Forsetar Bandaríkjanna sverja þess eið við embættistöku að standa vörð um stjórnarskrá ríkisins. „Ég veit það ekki. Ég verð að svara með því að segja, aftur, að ég er með frábæra lögmenn í vinnu fyrir mig og við munum auðvitað fylgja því sem hæstiréttur segir. Það sem þú segir er ekki það sem ég hef heyrt frá hæstarétti. Þeir eru með aðra túlkun.“ Þá var Trump spurður hvort einhver í ríkisstjórn hans væri í samskiptum við yfirvöld í El Salvador, þar sem maður að nafni Kilmar Abrego Garcia er í fangelsi, eftir að hafa verið vísað fyrir mistök frá Bandaríkjunum á þeim grundvelli að hann væri meðlimur í alræmdu glæpagengi. Hann fékk þó aldrei að fara fyrir dómara áður en honum var vísað úr landi. Trump svaraði á þá leið að ræða þyrfti það við dómsmálaráðherra hans. Dómarar á öllum stigum réttarkerfis Bandaríkjanna, og þar á meðal Hæstiréttur, hafa sagt að Garcia hafi verið ranglega fluttur úr landi og koma eigi honum aftur til Bandaríkjanna. Dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók aftur við embætti forseta og hefur hann verið mjög gagnrýninn í garð dómara vegna þessa. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Sagðist ekki sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu Í viðtalinu, þar sem farið var um víðan völl, sagðist Trump ekki ætla að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn. Hann sagðist njóta mikils stuðnings varðandi þriðja kjörtímabilið en það væri ekki eitthvað sem hann ætlaði sér. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að enginn forseti megi sitja lengur en tvö kjörtímabil. Trump sagði JD Vance, varaforseta, og Rubio hafa staðið sig vel í starfi og þær gætu mögulega tekið við keflinu af honum. Margir aðrir kæmu þó til greina en enn sem komið er væri allt of snemmt að segja til um hver hann vildi láta taka við af sér. Útilokaði ekki að beita hernum í Kanada og Grænlandi Trump mun á morgun hitta Mark Carney, nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, í Hvíta húsinu. Sá fundur verður í skugga þess að Trump hefur beitt Kanada umfangsmiklum tollum að virðist með því markmiði að innlima Kanada og gera ríkið að „51. ríki Bandaríkjanna“. Í viðtalinu sagði Trump „mjög ólíklegt“ að hann myndi beita hervaldi til að innlima Kanada en útilokaði það ekki. Hann gaf einnig til kynna að hervald væri líklegra þegar kæmi að Grænlandi, sem Trump vill einnig eignast. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn „Eitthvað gæti gerst varðandi Grænland,“ sagði Trump í viðtalinu. „Ég skal vera hreinskilinn. Við þurfum það [Grænland] vegna þjóðar- og alþjóðaöryggis.“ Það slæma Biden að kenna Þegar talið barst að efnahagi Bandaríkjanna sagði Trump að hagkerfið væri að ganga í gegnum „aðlögunartímabil“. Hann ætti þó von á því að allt myndi ganga frábærlega fyrir sig, þrátt fyrir þá óreiðu og óvissu sem umfangsmikil notkun hans á tollum hefur valdið. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Welker spurði hann út í það að sérfræðingar segðu líkurnar á kreppu hafa aukist og brást Trump reiður við. Hann sagði marga af svokölluðum sérfræðingum búast við því að efnahagur Bandaríkjanna yrði betri en hann yrði nokkurn tímann. Varðandi þann 0,3 prósenta samdrátt sem hefði orðið í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins sagði Trump að það væri forvera sínum, Joe Biden, að kenna. „Ég held að góðu hlutarnir séu hagkerfi Trumps og vondu hlutarnir hagkerfi Bidens, því hann stóð sig hræðilega í starfi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29 Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Í viðtalinu spurði Kirsten Welker Trump hvort hann væri sammála Marco Rubio, utanríkisráðherra sínum, um að ríkisborgarar og aðrir í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð. „Ég veit það ekki. Ég er ekki, ég er ekki lögmaður. Ég veit það ekki,“ svaraði Trump. Welker minnti hann þá á ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna segja berum orðum að allir, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki, eigi þennan rétt. Eins og fram kemur í bæði fimmta og fjórtánda viðbótarákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump. „Suma af verstu, hættulegustu mönnum jarðar. Ég var kosinn til að koma þeim úr landi og dómstólar standa í vegi mínum.“ Welker spurði Trump þá hvort að hann þyrfti ekki að framfylgja stjórnarskránni, burtséð frá fjölda þeirra sem hann ætlaði að vísa úr landi, þar sem hann væri forseti. Forsetar Bandaríkjanna sverja þess eið við embættistöku að standa vörð um stjórnarskrá ríkisins. „Ég veit það ekki. Ég verð að svara með því að segja, aftur, að ég er með frábæra lögmenn í vinnu fyrir mig og við munum auðvitað fylgja því sem hæstiréttur segir. Það sem þú segir er ekki það sem ég hef heyrt frá hæstarétti. Þeir eru með aðra túlkun.“ Þá var Trump spurður hvort einhver í ríkisstjórn hans væri í samskiptum við yfirvöld í El Salvador, þar sem maður að nafni Kilmar Abrego Garcia er í fangelsi, eftir að hafa verið vísað fyrir mistök frá Bandaríkjunum á þeim grundvelli að hann væri meðlimur í alræmdu glæpagengi. Hann fékk þó aldrei að fara fyrir dómara áður en honum var vísað úr landi. Trump svaraði á þá leið að ræða þyrfti það við dómsmálaráðherra hans. Dómarar á öllum stigum réttarkerfis Bandaríkjanna, og þar á meðal Hæstiréttur, hafa sagt að Garcia hafi verið ranglega fluttur úr landi og koma eigi honum aftur til Bandaríkjanna. Dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók aftur við embætti forseta og hefur hann verið mjög gagnrýninn í garð dómara vegna þessa. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Hans helst embættismenn og ráðgjafar hafa ítrekað haldið því fram að hann eigi ekki endilega að framfylgja úrskurðum dómara og hefur hann sjálfur kallað eftir því að vísa dómurum úr embætti og hunsað áðurnefndan úrskurð hæstaréttar um mál Garcia. Sagðist ekki sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu Í viðtalinu, þar sem farið var um víðan völl, sagðist Trump ekki ætla að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn. Hann sagðist njóta mikils stuðnings varðandi þriðja kjörtímabilið en það væri ekki eitthvað sem hann ætlaði sér. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að enginn forseti megi sitja lengur en tvö kjörtímabil. Trump sagði JD Vance, varaforseta, og Rubio hafa staðið sig vel í starfi og þær gætu mögulega tekið við keflinu af honum. Margir aðrir kæmu þó til greina en enn sem komið er væri allt of snemmt að segja til um hver hann vildi láta taka við af sér. Útilokaði ekki að beita hernum í Kanada og Grænlandi Trump mun á morgun hitta Mark Carney, nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, í Hvíta húsinu. Sá fundur verður í skugga þess að Trump hefur beitt Kanada umfangsmiklum tollum að virðist með því markmiði að innlima Kanada og gera ríkið að „51. ríki Bandaríkjanna“. Í viðtalinu sagði Trump „mjög ólíklegt“ að hann myndi beita hervaldi til að innlima Kanada en útilokaði það ekki. Hann gaf einnig til kynna að hervald væri líklegra þegar kæmi að Grænlandi, sem Trump vill einnig eignast. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn „Eitthvað gæti gerst varðandi Grænland,“ sagði Trump í viðtalinu. „Ég skal vera hreinskilinn. Við þurfum það [Grænland] vegna þjóðar- og alþjóðaöryggis.“ Það slæma Biden að kenna Þegar talið barst að efnahagi Bandaríkjanna sagði Trump að hagkerfið væri að ganga í gegnum „aðlögunartímabil“. Hann ætti þó von á því að allt myndi ganga frábærlega fyrir sig, þrátt fyrir þá óreiðu og óvissu sem umfangsmikil notkun hans á tollum hefur valdið. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Welker spurði hann út í það að sérfræðingar segðu líkurnar á kreppu hafa aukist og brást Trump reiður við. Hann sagði marga af svokölluðum sérfræðingum búast við því að efnahagur Bandaríkjanna yrði betri en hann yrði nokkurn tímann. Varðandi þann 0,3 prósenta samdrátt sem hefði orðið í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins sagði Trump að það væri forvera sínum, Joe Biden, að kenna. „Ég held að góðu hlutarnir séu hagkerfi Trumps og vondu hlutarnir hagkerfi Bidens, því hann stóð sig hræðilega í starfi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29 Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. 3. maí 2025 12:29
Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. 1. maí 2025 20:33