Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 13:45 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur Ívar/AP Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“ Bretland England Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“
Bretland England Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira