Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 13:45 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur Ívar/AP Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“ Bretland England Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“
Bretland England Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira