Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 09:30 Sölufólk á markaði í Barcelona lýsti sér með síma þegar það reyndi að bjarga matvælum í rafmagnsleysinu í gær. AP/Emilio Morenatti Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent