Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 09:30 Sölufólk á markaði í Barcelona lýsti sér með síma þegar það reyndi að bjarga matvælum í rafmagnsleysinu í gær. AP/Emilio Morenatti Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21