Kjördagur framundan í Kanada Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 23:58 Mark Carney, formaður Frjálslynda flokksins, og Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins. Þeir leiða tvo stærstu flokkanna fyrir komandi þingkosningar. EPA Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump. Kanada Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump.
Kanada Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira