Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Frederik August Albrecht Schram hefur spilað 55 leiki með Val í efstu deild og nú er ljós að þeir verða fleiri. Valur Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast. Besta deild karla Valur Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira