Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 21:48 Frá aðgerðum lögreglu í Nantes í dag. EPA Nemandinn sem grunaður er um að hafa stungið skólasystur sína til bana í Nantes í Frakklandi í dag er sagður hafa lýst yfir dýrkun á hugmyndum Adolfs Hitler. Hann sendi samnemendum sínum tölvupóst skömmu fyrir árásina þar sem hann segir hnattvæðingu spilla mannkyninu. Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07