Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 09:11 Af vettvangi árásarinnar. AP Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið. BBC hefur eftir borgarstjóra Kænugarðs að tala slasaðra sé komin í 77 manns, og þrjátíu og einn þeirra sé á spítala. Þá segir hann að tólf byggingar hafi orðið fyrir tjóni. Árásirnar hafi verið 24, fjórtán drónaárásir og tíu eldlflaugar. Rússar standi í vegi fyrir friði Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásirnar sýni fram á að það séu Rússar sem standi í vegi fyrir friði, ekki Úkraínumenn. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í færslu á samfélagsiðlum í gær að yfirlýsingar Selenskís stæðu í vegi fyrir því að friðarviðræður gætu þokast áfram. Selenskí hafði þá sagt að Úkraína myndi aldrei viðurkenna yfirráð Rússa á Krímsskaga. „Þessi yfirlýsing er skaðleg friðarviðræðunum við Rússa. Krímsskagi glataðist fyrir mörgum árum þegar Obama var forseti og hann er ekki einu sinni til umræðu ... ef Úkraínumenn vilja Krímsskaga, af hverju börðust þeir ekki fyrir honum fyrir ellefu árum síðan, þegar hann var afhentur Rússum án þess að hleypt væri af byssuskoti?“ sagði Trump á Truth Social. Enn fremur sagði hann að Selenskí gæti valið frið eða barist áfram í þrjú ár í viðbót, þangað til hann tapar öllu landinu. Færsla Trumps.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
BBC hefur eftir borgarstjóra Kænugarðs að tala slasaðra sé komin í 77 manns, og þrjátíu og einn þeirra sé á spítala. Þá segir hann að tólf byggingar hafi orðið fyrir tjóni. Árásirnar hafi verið 24, fjórtán drónaárásir og tíu eldlflaugar. Rússar standi í vegi fyrir friði Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásirnar sýni fram á að það séu Rússar sem standi í vegi fyrir friði, ekki Úkraínumenn. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í færslu á samfélagsiðlum í gær að yfirlýsingar Selenskís stæðu í vegi fyrir því að friðarviðræður gætu þokast áfram. Selenskí hafði þá sagt að Úkraína myndi aldrei viðurkenna yfirráð Rússa á Krímsskaga. „Þessi yfirlýsing er skaðleg friðarviðræðunum við Rússa. Krímsskagi glataðist fyrir mörgum árum þegar Obama var forseti og hann er ekki einu sinni til umræðu ... ef Úkraínumenn vilja Krímsskaga, af hverju börðust þeir ekki fyrir honum fyrir ellefu árum síðan, þegar hann var afhentur Rússum án þess að hleypt væri af byssuskoti?“ sagði Trump á Truth Social. Enn fremur sagði hann að Selenskí gæti valið frið eða barist áfram í þrjú ár í viðbót, þangað til hann tapar öllu landinu. Færsla Trumps.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01
Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent