Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:07 Bill Owens, hefur stýrt 60 mínútum frá 2019 en unnið við framleiðslu þáttanna í 25 ár. AP/Chris Pizzello Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira