Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2025 22:11 Airbus A319-þota EasyJet hefur sig til flugs frá Akureyrarflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin var fjallað um Akureyrarflugvöll. Rifjað var upp að við vígslu flugvallarins með 1.000 metra braut fyrir sjötíu árum hafi þáverandi ráðamenn flugmála haft skýra framtíðarsýn. Markmiðið væri að lengja flugbrautina í 2.000 metra. Flugvöllurinn ætti þannig ekki bara að vera lítill innanlandsvöllur. Brautin er núna 2.400 metra löng. Breska flugfélagið EasyJet hefur í vetur verið með allt að fjögur flug á viku, tvö frá London og tvö frá Manchester. Hollenska félagið Transavia hefur verið með tvö flug á viku frá Amsterdam og svissneska félagið Edelweiss með eitt flug á viku frá Zurich. Jafnframt hefur leiguflug aukist. Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri er kát með þann árangur sem náðst hefur í fjölgun flugferða milli Akureyrar og annarra landa.Egill Aðalsteinsson Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri segir millilandaflugið fyrst hafa komist á skrið árið 2017. Transavia hafi bæst við árið 2019, svo hafi Niceair komið, síðan Edelweiss og EasyJet. „Og EasyJet er að vaxa. Þannig að þetta er bara stórkostleg þróun,“ segir Hjördís. Aukning millilandaflugsins skýrir verulega fjölgun farþega um Akureyri en meðan 27 þúsund manns flugu um Reykjavík í síðasta mánuði flugu 23 þúsund manns um Akureyrarflugvöll, 20 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Flugfélagsvélin milli Reykjavíkur og Akureyrar er enn kjarninn í starfsemi Akureyrarflugvallar. Af nærri 58 þúsund farþegum, sem fóru um völlinn fyrstu þrjá mánuði ársins, voru 68 prósent að ferðast innanlands. 32 prósent voru millilandafarþegar.Egill Aðalsteinsson Tveir þriðju hlutar farþeganna um Akureyri í marsmánuði voru þó í innanlandsfluginu. Þar er flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar sú langfjölmennasta. „Hún heldur sér alltaf mjög vel. Það er alltaf mikið að gera í innanlandsfluginu og bara mjög góðar tölur hjá okkur,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri. „Menn héldu eftir covid að allir myndu vera á fjarfundum og annað þvíumlíkt. En við erum ekki að finna fyrir því. Það er bara mikil traffík og mikið að gera,“ segir Ari. Millilandaflugið nýtist einnig Íslendingum. Boeing 737-þota Transavia við nýju alþjóðaflugstöðina á Akureyri síðastliðið sumar.KMU „Norðlendingar eru mjög duglegir að nýta sér millilandaflugið. Leiguflugin eru náttúrlega bara mest Íslendingar að fara út,“ segir Hjördís. Hún áætlar að um 150 manns starfi núna hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Hann er því orðinn stór vinnustaður. „Við sjáum líka bara jákvæðni út í flugvöllinn. Norðlendingar vilja hag flugvallarins sem mestan og vilja bara að hann vaxi og dafni.“ -Það eru engar raddir á Akureyri um að flugvöllurinn skuli víkja? „Nei,“ svarar Hjördís og hlær. „Hann verður hér.“ Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri.Egill Aðalsteinsson „Hann náttúrlega skiptir mjög miklu máli. Hann skiptir bæði máli, eins og allir eru að berjast fyrir í dag, vilja fá beint flug frá Akureyri. Ég skil það vel. En innanlandsflugið skiptir ekki minna máli fyrir þá sem eru að nota það. Þannig að í heildina þá skiptir þessi flugvöllur mjög miklu máli fyrir Akureyri,“ segir stöðvarstjóri Icelandair í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Þessi þáttur Flugþjóðarinnar, sem frumsýndur var á Stöð 2 í kvöld, fjallar um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Ferðaþjónusta Ferðalög Samgöngur Byggðamál Akureyri Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Norðurþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32 Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin var fjallað um Akureyrarflugvöll. Rifjað var upp að við vígslu flugvallarins með 1.000 metra braut fyrir sjötíu árum hafi þáverandi ráðamenn flugmála haft skýra framtíðarsýn. Markmiðið væri að lengja flugbrautina í 2.000 metra. Flugvöllurinn ætti þannig ekki bara að vera lítill innanlandsvöllur. Brautin er núna 2.400 metra löng. Breska flugfélagið EasyJet hefur í vetur verið með allt að fjögur flug á viku, tvö frá London og tvö frá Manchester. Hollenska félagið Transavia hefur verið með tvö flug á viku frá Amsterdam og svissneska félagið Edelweiss með eitt flug á viku frá Zurich. Jafnframt hefur leiguflug aukist. Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri er kát með þann árangur sem náðst hefur í fjölgun flugferða milli Akureyrar og annarra landa.Egill Aðalsteinsson Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri segir millilandaflugið fyrst hafa komist á skrið árið 2017. Transavia hafi bæst við árið 2019, svo hafi Niceair komið, síðan Edelweiss og EasyJet. „Og EasyJet er að vaxa. Þannig að þetta er bara stórkostleg þróun,“ segir Hjördís. Aukning millilandaflugsins skýrir verulega fjölgun farþega um Akureyri en meðan 27 þúsund manns flugu um Reykjavík í síðasta mánuði flugu 23 þúsund manns um Akureyrarflugvöll, 20 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Flugfélagsvélin milli Reykjavíkur og Akureyrar er enn kjarninn í starfsemi Akureyrarflugvallar. Af nærri 58 þúsund farþegum, sem fóru um völlinn fyrstu þrjá mánuði ársins, voru 68 prósent að ferðast innanlands. 32 prósent voru millilandafarþegar.Egill Aðalsteinsson Tveir þriðju hlutar farþeganna um Akureyri í marsmánuði voru þó í innanlandsfluginu. Þar er flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar sú langfjölmennasta. „Hún heldur sér alltaf mjög vel. Það er alltaf mikið að gera í innanlandsfluginu og bara mjög góðar tölur hjá okkur,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri. „Menn héldu eftir covid að allir myndu vera á fjarfundum og annað þvíumlíkt. En við erum ekki að finna fyrir því. Það er bara mikil traffík og mikið að gera,“ segir Ari. Millilandaflugið nýtist einnig Íslendingum. Boeing 737-þota Transavia við nýju alþjóðaflugstöðina á Akureyri síðastliðið sumar.KMU „Norðlendingar eru mjög duglegir að nýta sér millilandaflugið. Leiguflugin eru náttúrlega bara mest Íslendingar að fara út,“ segir Hjördís. Hún áætlar að um 150 manns starfi núna hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Hann er því orðinn stór vinnustaður. „Við sjáum líka bara jákvæðni út í flugvöllinn. Norðlendingar vilja hag flugvallarins sem mestan og vilja bara að hann vaxi og dafni.“ -Það eru engar raddir á Akureyri um að flugvöllurinn skuli víkja? „Nei,“ svarar Hjördís og hlær. „Hann verður hér.“ Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri.Egill Aðalsteinsson „Hann náttúrlega skiptir mjög miklu máli. Hann skiptir bæði máli, eins og allir eru að berjast fyrir í dag, vilja fá beint flug frá Akureyri. Ég skil það vel. En innanlandsflugið skiptir ekki minna máli fyrir þá sem eru að nota það. Þannig að í heildina þá skiptir þessi flugvöllur mjög miklu máli fyrir Akureyri,“ segir stöðvarstjóri Icelandair í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Þessi þáttur Flugþjóðarinnar, sem frumsýndur var á Stöð 2 í kvöld, fjallar um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Ferðaþjónusta Ferðalög Samgöngur Byggðamál Akureyri Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Norðurþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32 Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. 12. desember 2024 09:32
Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31