Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2024 22:53 Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyri, tekur við aðgangskortinu að nýju flugstöðinni frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra innanlandsflugvalla Isavia. Isavia Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. Flugvöllurinn var tekinn í notkun á þessum sama degi, 5. desember árið 1954, þá með 1.000 metra langri flugbraut. Við vígsluathöfnina þá lýstu ráðamenn flugmála því yfir að stefnt væri að 2.000 metra braut því flugvöllurinn ætti í framtíðinni einnig að þjóna millilandaflugi. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra flugmála, ávarpar gesti.Egill Aðalsteinsson Segja má að núna sé hann loksins orðinn alvöru millilandaflugvöllur, með sérstakri alþjóðaflugstöð aðskildri frá innanlandshlutanum. Búið er að fjölga flugstæðum fyrir stórar þotur og komin ný fríhöfn. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt úr nýju millilandaflugstöðinni á Akureyri. Í viðtali í beinni útsendingu sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, þetta gleðileg tímamót. Verið væri að opna dyr inn í framtíðina: Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að flugstöðin hafi verið endurbætt í þremur áföngum. Í þeim fyrsta hafi nýrri viðbyggingu upp á 1.100 fermetra verið bætt við. Þar sé aðstaða fyrir lögreglu, toll, fríhafnarverslun og veitingastað. Í öðrum áfanga verksins hafi núverandi komusvæði flugstöðvarinnar verið endurbyggt en þar sé núna nýtt innritunarsvæði. Athöfnin fór fram í nýjum farþegasal alþjóðaflugsins.Egill Aðalsteinsson Í þriðja áfanga hafi núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti flugstöðvarbyggingarinnar verið endurbyggð. Nýja flughlaðið er 33 þúsund fermetrar að stærð og með skilgreind tvö þotusvæði. Allt í allt er hægt að taka á móti tólf til fjórtán flugvélum á Akureyrarflugvelli í stað fjögurra til fimm véla, segir Isavia. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Hulda Elma Eysteinsdóttir, bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Isavia Sigrún segir að ný flugstöð og nýtt flughlað muni gagnast mikið í þeirri sterku þróun sem orðið hafi í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. „Þessi bygging mun geta annað hálfri milljón farþega en farþegar um Akureyrarflugvöll eru um 200 þúsund árlega. Þar af eru millilandafarþegar um 16% og hér er vöxtur í okkar rekstri. Hér eru tækifærin í auknu flugi og hér er sóknarhugurinn.“ Fjölmenni var við athöfnina.Isavia Auk Sigrúnar fluttu ávörp við athöfnina þau Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra flugmála, sem tók fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni sumarið 2021, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sigurður Ingi sagði hin nýju mannvirki mikið framfaraspor fyrir flugsamgöngur á Norðurlandi. Þau styrktu mikilvægt hlutverk Akureyrarflugvallar fyrir svæðið í kring og landið allt, fyrir tengingar innanlands, sem gátt inn í landið og sem varaflugvöll fyrir millilandaflug. Frá vígsluathöfninni í dag.Egill Aðalsteinsson Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að gengið hefði verið í framkvæmdina af einurð eins og vanalegt væri á Íslandi. Hún sagði að nýja flugstöðin og flughlaðið væru byggðamál með auknum lífsgæðum fyrir íbúa sem gætu ferðast með auðveldari hætti til útlanda. Þá væru mannvirkin atvinnumál þar sem þau styddu við ferðaþjónustu allt árið og öryggismál því fleiri gáttir væru opnar inn í landið. Sigrún Björk afhenti að lokum Hjördísi Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra á Akureyri, innrammað aðgangskort að stækkaðri flugstöð. Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Flugvöllurinn var tekinn í notkun á þessum sama degi, 5. desember árið 1954, þá með 1.000 metra langri flugbraut. Við vígsluathöfnina þá lýstu ráðamenn flugmála því yfir að stefnt væri að 2.000 metra braut því flugvöllurinn ætti í framtíðinni einnig að þjóna millilandaflugi. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra flugmála, ávarpar gesti.Egill Aðalsteinsson Segja má að núna sé hann loksins orðinn alvöru millilandaflugvöllur, með sérstakri alþjóðaflugstöð aðskildri frá innanlandshlutanum. Búið er að fjölga flugstæðum fyrir stórar þotur og komin ný fríhöfn. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt úr nýju millilandaflugstöðinni á Akureyri. Í viðtali í beinni útsendingu sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, þetta gleðileg tímamót. Verið væri að opna dyr inn í framtíðina: Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að flugstöðin hafi verið endurbætt í þremur áföngum. Í þeim fyrsta hafi nýrri viðbyggingu upp á 1.100 fermetra verið bætt við. Þar sé aðstaða fyrir lögreglu, toll, fríhafnarverslun og veitingastað. Í öðrum áfanga verksins hafi núverandi komusvæði flugstöðvarinnar verið endurbyggt en þar sé núna nýtt innritunarsvæði. Athöfnin fór fram í nýjum farþegasal alþjóðaflugsins.Egill Aðalsteinsson Í þriðja áfanga hafi núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti flugstöðvarbyggingarinnar verið endurbyggð. Nýja flughlaðið er 33 þúsund fermetrar að stærð og með skilgreind tvö þotusvæði. Allt í allt er hægt að taka á móti tólf til fjórtán flugvélum á Akureyrarflugvelli í stað fjögurra til fimm véla, segir Isavia. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Hulda Elma Eysteinsdóttir, bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Isavia Sigrún segir að ný flugstöð og nýtt flughlað muni gagnast mikið í þeirri sterku þróun sem orðið hafi í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. „Þessi bygging mun geta annað hálfri milljón farþega en farþegar um Akureyrarflugvöll eru um 200 þúsund árlega. Þar af eru millilandafarþegar um 16% og hér er vöxtur í okkar rekstri. Hér eru tækifærin í auknu flugi og hér er sóknarhugurinn.“ Fjölmenni var við athöfnina.Isavia Auk Sigrúnar fluttu ávörp við athöfnina þau Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra flugmála, sem tók fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni sumarið 2021, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sigurður Ingi sagði hin nýju mannvirki mikið framfaraspor fyrir flugsamgöngur á Norðurlandi. Þau styrktu mikilvægt hlutverk Akureyrarflugvallar fyrir svæðið í kring og landið allt, fyrir tengingar innanlands, sem gátt inn í landið og sem varaflugvöll fyrir millilandaflug. Frá vígsluathöfninni í dag.Egill Aðalsteinsson Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að gengið hefði verið í framkvæmdina af einurð eins og vanalegt væri á Íslandi. Hún sagði að nýja flugstöðin og flughlaðið væru byggðamál með auknum lífsgæðum fyrir íbúa sem gætu ferðast með auðveldari hætti til útlanda. Þá væru mannvirkin atvinnumál þar sem þau styddu við ferðaþjónustu allt árið og öryggismál því fleiri gáttir væru opnar inn í landið. Sigrún Björk afhenti að lokum Hjördísi Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra á Akureyri, innrammað aðgangskort að stækkaðri flugstöð.
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. 22. ágúst 2024 21:17
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19
Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum. 8. júlí 2016 17:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?