Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 12:31 Patrick Berg var kampakátur eftir sigurinn á Lazio en komst svo að því að hann missir af fyrri leiknum við Tottenham út af gulum spjöldum. Getty/Giuseppe Maffia Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn. Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við. Evrópudeild UEFA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sjá meira
Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sjá meira