Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 12:31 Patrick Berg var kampakátur eftir sigurinn á Lazio en komst svo að því að hann missir af fyrri leiknum við Tottenham út af gulum spjöldum. Getty/Giuseppe Maffia Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn. Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira