Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 12:20 Starfsmenn hafa sést mótmæla fyrir utan hótel á eyjunni. Vísir/Tómas Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. „Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
„Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50