Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 23:09 Bandaríkjaforseti og háskólasamfélagið bandaríska hafa eldað saman grátt silfur um árabil. AP/Alex Brandon Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag.
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira