Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 22:01 Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, sé valdnísðla. Samsett/Vilhelm Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira