Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Óhætt er að fullyrða að þeir Sigmar Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason séu ósammála um hvað eigi sér nú stað á Alþingi. Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira