Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:32 Blikar fagna hér fyrsta marki Íslandsmótsins í gær sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði. Þarna má sjá að minnsta kosti eina græna nögl. Vísir/Pawel Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni. Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn