„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:55 Höskuldur steig á punktinn af föðurlegri ró. vísir / diego Nýbakaði faðirinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi Breiðablik út á völl sem fyrirliði og skoraði fyrsta mark tímabilsins í 2-0 sigri gegn Aftureldingu. Höskuldur mætti illa sofinn til leiks af ánægjulegri ástæðu. Hann var á fæðingardeildinni í nótt og fagnaði komu fyrsta barns síns, nokkrum klukkutímum áður en hann fagnaði því að hafa skorað fyrsta mark tímabilsins í Bestu deildinni. „Það er hárrétt, lítil prinsessa sem kom í heiminn rétt eftir miðnætti. Mjög viðeigandi að fagna komu hennar með marki og góðum opnunarleik.“ Um leikinn sjálfan var Höskuldur sammála því að Blikar hafi ekki verið eins beittir í seinni hálfleik og þeim fyrri. Frammistaðan engu að síðar mjög öflug og öruggur sigur skilaði sér. „Bara hrós á þá [Aftureldingu], þeir seldu sig dýrt, komu inn í seinni hálfleik með aðeins öðruvísi leikplan sem gerði það að verkum að pressan okkar var ekki alveg eins kröftug. Þeir létu okkur hlaupa og drógu úr okkur þannig, en heilt yfir mjög fagmannlegt og gott að fá sigur í fyrsta leik.“ „Mér fannst við bara vera í góðum takti og hefðum klárlega getað skorað fleiri í fyrri hálfleik. Þeir gerðu vel með stóru tánni að pota boltanum framhjá. Öflug frammistaða heilt yfir, datt kannski aðeins dampurinn í seinni hálfleik en ég ætla líka að gefa þeim kredit, mér fannst þeir stíga upp. En markvarslan hjá Antoni í lokin sýndi að hann hafði haft lítið að gera, fókusinn var bara þannig að allir voru með grunnvinnuna á hreinu“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Höskuldur mætti illa sofinn til leiks af ánægjulegri ástæðu. Hann var á fæðingardeildinni í nótt og fagnaði komu fyrsta barns síns, nokkrum klukkutímum áður en hann fagnaði því að hafa skorað fyrsta mark tímabilsins í Bestu deildinni. „Það er hárrétt, lítil prinsessa sem kom í heiminn rétt eftir miðnætti. Mjög viðeigandi að fagna komu hennar með marki og góðum opnunarleik.“ Um leikinn sjálfan var Höskuldur sammála því að Blikar hafi ekki verið eins beittir í seinni hálfleik og þeim fyrri. Frammistaðan engu að síðar mjög öflug og öruggur sigur skilaði sér. „Bara hrós á þá [Aftureldingu], þeir seldu sig dýrt, komu inn í seinni hálfleik með aðeins öðruvísi leikplan sem gerði það að verkum að pressan okkar var ekki alveg eins kröftug. Þeir létu okkur hlaupa og drógu úr okkur þannig, en heilt yfir mjög fagmannlegt og gott að fá sigur í fyrsta leik.“ „Mér fannst við bara vera í góðum takti og hefðum klárlega getað skorað fleiri í fyrri hálfleik. Þeir gerðu vel með stóru tánni að pota boltanum framhjá. Öflug frammistaða heilt yfir, datt kannski aðeins dampurinn í seinni hálfleik en ég ætla líka að gefa þeim kredit, mér fannst þeir stíga upp. En markvarslan hjá Antoni í lokin sýndi að hann hafði haft lítið að gera, fókusinn var bara þannig að allir voru með grunnvinnuna á hreinu“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira