„Þetta verður ekki auðvelt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:48 Donald Trump fletti dagblaðinu New York Post í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02