Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 10:54 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, var kampakátur með nefdnarálit um bókun 35 sem bíður nú 2. umræðu á þinginu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12