Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 10:54 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, var kampakátur með nefdnarálit um bókun 35 sem bíður nú 2. umræðu á þinginu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12