„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Viðtalið við rafvirkjann Oliver Heiðarsson var tekið í nýja landeldinu sem er í byggingu í Vestmannaeyjum. stöð 2 sport Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00