Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 12:06 Karl Steinar Valsson vill opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Vísir/Vilhelm Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar. Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar.
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent