Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 12:06 Karl Steinar Valsson vill opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Vísir/Vilhelm Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar. Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar.
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira