Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 14:21 Frans páfi við glugga Gemelli-sjúkrahússins í Róm áður en hann sneri heim í Páfagarð á sunnudaginn. AP/Riccardo De Luca Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn. Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti. Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti.
Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35