Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 22. mars 2025 22:03 Frá aldamótum hefur verið skilti á þessum stað við Hvalfjarðargöngin. Frá 2023 hefur skiltið verið með led-skjám. Nú hefur eigendum verið gert að taka það niður. Vísir/Sigurjón Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.
Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira