Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 10:08 Kveikt hefur verið í Teslum í Bandaríkjunum að undanförnu og ítrekað er búið að teikna hakakross á bíla. AP/Lindsey Wasson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira