Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 08:43 Frá vettvangi í Kocani í morgun. EPA/GEORGI LICOVSKI Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði. Fjölmiðlar í Norður-Makedóníu hafa eftir Pance Toshkovski, innanríkisráðherra, að eldurinn hafi kviknað um klukkan 2:30 að staðartíma út frá flugeldum á skemmtistaðnum. Flestir þeir sem létu lífið voru ungt fólk en hljómsveitin DNA hélt umrædda tónleika. Eldurinn kviknaði í lofti tónleikastaðarins sem og mun hann hafa dreifst sér mjög hratt um húsið. Íbúar í nærrliggjandi húsum eru sagðir hafa brotið niður dyr og glugga til að reyna að bjarga fólki úr eldhafinu. Skemmtistaðurinn var í gömlu húsnæði sem var áður teppaverksmiðja. Þar hafði hann verið rekinn um nokkuð skeið. Húsið er á einni hæð og er þak hússins hrunið að hluta til. Á árum áður var rekin teppaverksmiðja í húsinu.EPA/GEORGI LICOVSKI Búið er að handtaka skipuleggjanda tónleikanna. Þá er einnig haft eftir fjölmiðlum í Norður-Makedóníu að fimmtíu manns hafi látið lífið og að um hundrað séu slasaðir en þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega af yfirvöldum þar í landi. Kocani er tiltölulega lítill bær í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Þar búa um 25 þúsund manns. Meðfylgjandi myndbönd hafa verið birt í morgun. North Macedonia: At least 50 people died in a fire in a disco in KočaniVideo: https://t.co/NfIJloWjBO pic.twitter.com/LwCR0I4w6i— Календар News (@KalendarNews) March 16, 2025 Norður-Makedónía Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Fjölmiðlar í Norður-Makedóníu hafa eftir Pance Toshkovski, innanríkisráðherra, að eldurinn hafi kviknað um klukkan 2:30 að staðartíma út frá flugeldum á skemmtistaðnum. Flestir þeir sem létu lífið voru ungt fólk en hljómsveitin DNA hélt umrædda tónleika. Eldurinn kviknaði í lofti tónleikastaðarins sem og mun hann hafa dreifst sér mjög hratt um húsið. Íbúar í nærrliggjandi húsum eru sagðir hafa brotið niður dyr og glugga til að reyna að bjarga fólki úr eldhafinu. Skemmtistaðurinn var í gömlu húsnæði sem var áður teppaverksmiðja. Þar hafði hann verið rekinn um nokkuð skeið. Húsið er á einni hæð og er þak hússins hrunið að hluta til. Á árum áður var rekin teppaverksmiðja í húsinu.EPA/GEORGI LICOVSKI Búið er að handtaka skipuleggjanda tónleikanna. Þá er einnig haft eftir fjölmiðlum í Norður-Makedóníu að fimmtíu manns hafi látið lífið og að um hundrað séu slasaðir en þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega af yfirvöldum þar í landi. Kocani er tiltölulega lítill bær í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Þar búa um 25 þúsund manns. Meðfylgjandi myndbönd hafa verið birt í morgun. North Macedonia: At least 50 people died in a fire in a disco in KočaniVideo: https://t.co/NfIJloWjBO pic.twitter.com/LwCR0I4w6i— Календар News (@KalendarNews) March 16, 2025
Norður-Makedónía Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira