Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2025 10:56 Það situr greinilega í Jóni að honum hafi verið meinað aðgengi að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. Hann sagði að það væri eiginkonu sinni að kenna að hann var í gallabuxunum, þetta hafi verið hennar hugmynd. vísir/vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hélt enn áfram að höggva í sama knérunn og gerði að umtalsefni klæðaburð sinn og annarra þingmanna í ræðu sem hann flutti í dagskrárliðnum störf þingsins nú rétt í þessu. Jón sagði að klæðaburður væri mikilvægt mál. „Eins og flest ykkar vita varð mér það á í hugsunarleysi og fljótfærni kannski, en líka vegna þess að ég hafði ekki verið upplýstur um það með skýrum hætti, að ég kom hingað í gallabuxum. Þetta er ekki mér að kenna, þetta er öðrum að kenna, og þar vil ég sérstaklega nefna eiginkonu mína, þetta var hennar hugmynd,“ sagði Jón. En eins og þingmaðurinn sagði var talsverð umræða um það þegar Jón mætti í gallabuxum og var víttur af forseta. Jón vildi beina sjónum að klæðaburði annarra þingmanna: „Síðan hef ég séð aðra þingmenn í gallabuxum og það hefur valdið mér áhyggjum. Það hefur oft truflað einbeitingu mína og það sem verra er, kakíbuxur. Ég hef líka séð fólk í kakíbuxum hérna.“ Þingmaðurinn telur vert að setja niður skýrar reglur hverju þingmenn megi og eigi að klæðast. „Og, hvort við ættum að taka upp búninga. Mér dettur í hug skikkjur sem ég held að gætu orðið glæsilegar og jafnvel hárkollur.“ Jón lauk svo máli sínu á því að bjóða sjálfan sig sérstaklega fram um að taka þátt í slíkri vinnu ef af yrði. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Jón sagði að klæðaburður væri mikilvægt mál. „Eins og flest ykkar vita varð mér það á í hugsunarleysi og fljótfærni kannski, en líka vegna þess að ég hafði ekki verið upplýstur um það með skýrum hætti, að ég kom hingað í gallabuxum. Þetta er ekki mér að kenna, þetta er öðrum að kenna, og þar vil ég sérstaklega nefna eiginkonu mína, þetta var hennar hugmynd,“ sagði Jón. En eins og þingmaðurinn sagði var talsverð umræða um það þegar Jón mætti í gallabuxum og var víttur af forseta. Jón vildi beina sjónum að klæðaburði annarra þingmanna: „Síðan hef ég séð aðra þingmenn í gallabuxum og það hefur valdið mér áhyggjum. Það hefur oft truflað einbeitingu mína og það sem verra er, kakíbuxur. Ég hef líka séð fólk í kakíbuxum hérna.“ Þingmaðurinn telur vert að setja niður skýrar reglur hverju þingmenn megi og eigi að klæðast. „Og, hvort við ættum að taka upp búninga. Mér dettur í hug skikkjur sem ég held að gætu orðið glæsilegar og jafnvel hárkollur.“ Jón lauk svo máli sínu á því að bjóða sjálfan sig sérstaklega fram um að taka þátt í slíkri vinnu ef af yrði.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira