Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 13:07 Mikill mannfjöldi sækir alltaf matarmarkaðinn, sem Hlédís og Eirný eiga heiðurinn af með smáframleiðendum út um allt land. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fjörutíu smáframleiðendur af öllu landinu munu standa vaktina í Hörpu um helgina til að kynna sína vörur og leyfa fólki að smakka. Dæmi um vörur er makríll, kvígukjöt, geitaafurðir, sauðakjöt og ærkjöt svo eitthvað sé nefnt. Dyrnar í Hörpu opnuðu klukkan 11:00 í morgun á Matarmarkaði Íslands en opið verður til klukkan 17:00 í dag og aftur á morgun frá klukkan 11:00 til 17:00. Ekkert kostar inn. Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir eru konurnar á bak við markaðinn en þetta er fjórtánda árið í röð þar sem þær standa fyrir matarmarkaði eins og þessum. Hlédís segir að það verði fullt hús matar í Hörpu um helgina, En verður einhver sérstakur matur á boðstólnum, sem við heyrum ekki oft um eða hvað ? „Já, Ómar hjá Sólsker á Höfn í Hornafirði, hann er að koma með allt makríldótið sitt en hann er sjómaður, sem veiðir og verkar sjálfur. Við erum líka með kvígukjöt, sem er svona meyrara og fitusprengdara af Snæfellsnesinu. Við erum með Háafell geitaafurðirnar og Grímstaðakjöt en þar erum við að tala um sauðakjöt og ærkjöt og það er ofboðslega vannýtt hráefni,” segir Hlédís. Matarmarkaðurinn er nú haldin tólfta árið í röð í Hörpu.Aðsend Og í hádeginu stóð yfir spennandi keppni í Hörpu, sem gekk út á að elda lambakjöt á korter, sem á að sýna að lambakjöt er fljótlegur og auðveldur kostur þegar réttir bitar eru í boði fyrir upptekna neytendur í dagsins önn. 10 keppendur taka þátt. Matarmarkaðurinn verður opin til klukkan 17:00 í dag og svo aftur á morgun frá 11:00 til 17:00. Frítt er inn á markaðinn.Aðsend „Af því að okkur langar að vekja athygli á því að lambakjöt er ekki bara steik um helgar. Rosa góður kostur, sem steik um helgar eða matarboð en rosalega góður kostur líka í annríki hversdagsins,” segir Hlédís Sveinsdóttir, sem er allt í öllu í Hörpu með Eirný vinkonu sinni og 40 smáframleiðendum. Að sjálfsögðu verður boðið upp á fullt af smakki á markaðnum. Hlédís til hægri og Eirný, sem eru spenntar fyrir matarmarkaðnum um helgina í Hörpu þar sem um 40 smáframleiðendum kynna vörur sínar.Aðsend Reykjavík Harpa Matur Landbúnaður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Dyrnar í Hörpu opnuðu klukkan 11:00 í morgun á Matarmarkaði Íslands en opið verður til klukkan 17:00 í dag og aftur á morgun frá klukkan 11:00 til 17:00. Ekkert kostar inn. Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir eru konurnar á bak við markaðinn en þetta er fjórtánda árið í röð þar sem þær standa fyrir matarmarkaði eins og þessum. Hlédís segir að það verði fullt hús matar í Hörpu um helgina, En verður einhver sérstakur matur á boðstólnum, sem við heyrum ekki oft um eða hvað ? „Já, Ómar hjá Sólsker á Höfn í Hornafirði, hann er að koma með allt makríldótið sitt en hann er sjómaður, sem veiðir og verkar sjálfur. Við erum líka með kvígukjöt, sem er svona meyrara og fitusprengdara af Snæfellsnesinu. Við erum með Háafell geitaafurðirnar og Grímstaðakjöt en þar erum við að tala um sauðakjöt og ærkjöt og það er ofboðslega vannýtt hráefni,” segir Hlédís. Matarmarkaðurinn er nú haldin tólfta árið í röð í Hörpu.Aðsend Og í hádeginu stóð yfir spennandi keppni í Hörpu, sem gekk út á að elda lambakjöt á korter, sem á að sýna að lambakjöt er fljótlegur og auðveldur kostur þegar réttir bitar eru í boði fyrir upptekna neytendur í dagsins önn. 10 keppendur taka þátt. Matarmarkaðurinn verður opin til klukkan 17:00 í dag og svo aftur á morgun frá 11:00 til 17:00. Frítt er inn á markaðinn.Aðsend „Af því að okkur langar að vekja athygli á því að lambakjöt er ekki bara steik um helgar. Rosa góður kostur, sem steik um helgar eða matarboð en rosalega góður kostur líka í annríki hversdagsins,” segir Hlédís Sveinsdóttir, sem er allt í öllu í Hörpu með Eirný vinkonu sinni og 40 smáframleiðendum. Að sjálfsögðu verður boðið upp á fullt af smakki á markaðnum. Hlédís til hægri og Eirný, sem eru spenntar fyrir matarmarkaðnum um helgina í Hörpu þar sem um 40 smáframleiðendum kynna vörur sínar.Aðsend
Reykjavík Harpa Matur Landbúnaður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira