Vonast til að geta átt gott samband við Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 18:08 Selenskí segir stuðning Bandaríkjanna afgerandi í stríðinu við Rússland. AP/Jose Luis Magana Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira