Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 20:02 Hópur evrópskra leiðtoga og forsætisráðherra Kanada heimsóttu Kænugarð í dag þar sem þrjú ár eru liðin frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Leiðtogarnir sóttu meðal annars minningarathöfn um þá sem fallið hafa í stríðinu ásamt Úkraínuforseta í dag. Mynd/Forsetaembætti Úkraínu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir tilfinningaþrungið ástand ríkja í Úkraínu en hún var meðal þeirra leiðtoga sem heimsóttu Kænugarð í dag. Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður um 3,6 milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Það var aðfararnótt 24. febrúar árið 2022 sem Rússlandsher réðist inn í Úkraínu og hefur stríð geysað í landinu síðan. Þúsundir hafa fallið í stríðinu, bæði úkraínskir og rússneskir hermenn auk almennra borgara. Þá eru enn fleiri særðir eða á flótta og eyðileggingin mikil. Nú þremur árum eftir að innrásin hófst komu leiðtogar ríkja sem styðja Úkraínu saman í Kænugarði til að minnast þeirra sem fallið hafa í stríðinu og til að ítreka stuðning við Úkraínu. „Við vonum að við getum bundið enda á stríðið á þessu ári, ekki eftir þrjú ár. En það er mjög, mjög erfitt, mjög erfitt fyrir alla okkar þjóð að eiga við þetta stríð,“ sagði Selenskí forseti á blaðamannafundi í Kænugarði í dag. Kristrún heilsar Selenskí Úkraínuforseta í sinni fyrstu heimsókn til Úkraínu.Mynd/Forsetaembætti Úkraínu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra tólf leiðtoga sem lögðu leið sína til Úkraínu í dag og tók þátt í minningarathöfn, ráðstefnu og blaðamannafundi í tilefni tímamótanna. Á sögulegum stað á sögulegum tíma „Ég myndi nú segja að þetta sé mjög tilfinningaþrungið ástand hérna. Fólk áttar sig auðvitað á því, þessar tilfinningar sem fylgja því að rifja upp hvað fór af stað hérna fyrir þremur árum síðan og minningarathöfnin í morgun sömuleiðis, hún var erfið og maður áttaði sig auðvitað hvað maður stóð á sögulegum stað á þeim tíma,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Leiðtogar kepptust við að ítreka stuðning sinn við Úkraínu í Kænugarði í dag. Mörg ríki boðuðu aukinn varnarstuðning við Úkraínu og auknar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og var Ísland engin undantekning. „Við ákváðum að tilkynna um það í dag að við ætlum að auka varnartengd framlög til Úkraínu um rúma tvo milljarða og þetta er einfaldlega í takt við loforð sem íslensk stjórnvöld gáfu á NATO-fundi síðasta sumar og líka í takt við þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti síðasta vor,“ segir Kristrún. Hún ítrekar að stuðningurinn þurfi að miða að þörfum Úkraínumanna og er veittur í samvinnu við önnur Norðurlönd og Eystrasaltsríki. „Evrópa hefur náttúrlega verið að stíga upp og gefa í þegar kemur að varnartengdum málefnum, líka til að vera góður bandamaður fyrir Bandaríkin,“ segir Kristrún. Með næturlest til Kænugarðs Lofthelgi Úkraínu er lokuð enda eru herlög í gildi í landinu og því takmarkaðar leiðir til að ferðast til landsins. Kristrún mætti með lest ásamt öðrum leiðtogum Norðurlanda í morgun en hún segir ferðalagið hafa gengið vel. „Þetta er auðvitað næturlest þannig að maður eyðir auðvitað meirihlutanum af tímanum bara í svefni, og þegar maður náði að festa svefn þá svaf maður ágætlega en það var mjög vel tekið á móti okkur hérna í Kænugarði um leið og við komum og við höfum bara notið okkar vel miðað, við allt og allt,“ segir Kristrún. „Fólk er líka bara meðvitað um að það er margt gerst og hreifst í alþjóðamálum á undanförnum dögum og vikum og það getur allt gerst núna á næstu dögum og vikum líka og því fylgir auðvitað mikil ábyrgð að taka þátt í svona samtali og reyna að leiða málið í góðan farveg fyrir Úkraínu. Það er það sem þetta snýst um hér í dag.“ Kristrún segir stuðning Íslands skipta máli.Mynd/Forsetaembætti Úkraínu Skilaboðin frá Íslandi séu þau að Íslendingar standi með Úkraínu í verki. Íslensk stjórnvöld hafi það að markmiði að nálgast framlög annarra Norðurlanda til Úkraínu. „Þetta er líka eitthvað sem við erum að gera eftir samtöl við stjórnvöld hér í Úkraínu. Þau eru hérna á ögurstundu og vantar aðstoð í varnartengdum málefnum, þó við höfum auðvitað verið gríðarlega sterk þegar það kemur að mannúðarframlögum. Og við sjáum bara mikilvægi þess að við gerum þetta með öðrum þjóðum,“ segir Kristrún. „Við gerum þetta auðvitað ekki ein. Okkar framlög munu ekki teljast til neins ef við gerum þetta ein.“ Bandamenn Bandaríkjanna einnig Þá segir Kristrún það einnig skipta máli að Ísland geti sýnt fram á að vera góður bandamaður, ekki bara fyrir Úkraínu. „Evrópa hefur náttúrlega verið að stíga upp og gefa í þegar kemur að varnartengdum málefnum, líka til að vera góður bandamaður fyrir Bandaríkin,“ segir Kristrún. „Þrátt fyrir að þessi staða sé skiljanlega mjög fjarlæg hinum almenna Íslendingi, þá er það þannig að við byggjum okkar frið og okkar velferð og öryggi á því að vera í góðu bandalagi með umræddum ríkjum. Og núna þegar reynir á þá þurfum við auðvitað líka að vera þátttakandi og við reynum að gera það eftir bestu getu.“ Nú kveður við nokkuð nýjan tón hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum eftir að Trump tók við. Ert þú bjartsýn á framhaldið? „Ég held það skipti alla veganna gríðarlegu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að maður skynji að það sé mikill vilji til að stoppa átökin og stoppa blóðsúthellingarnar, þá skiptir máli á hvaða forsendum vopnahléi verði komið á, og á hvaða forsendum friði verði komið á. Og þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt og þess vegna eru skilaboðin hér og skilaboðin frá okkur líka, að Úkraína þarf að vera sterk inn í vopnahlésumræður og friðarumleitanir,“ svarar Kristrún. Enn sé vilji til að vinna með Bandaríkjunum þótt samstarfið sé að „breytast og þróast“ að sögn Kristrúnar. „Það er verið að setja meiri kröfu á Evrópu þegar kemur að varnartengdum stuðningi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Það var aðfararnótt 24. febrúar árið 2022 sem Rússlandsher réðist inn í Úkraínu og hefur stríð geysað í landinu síðan. Þúsundir hafa fallið í stríðinu, bæði úkraínskir og rússneskir hermenn auk almennra borgara. Þá eru enn fleiri særðir eða á flótta og eyðileggingin mikil. Nú þremur árum eftir að innrásin hófst komu leiðtogar ríkja sem styðja Úkraínu saman í Kænugarði til að minnast þeirra sem fallið hafa í stríðinu og til að ítreka stuðning við Úkraínu. „Við vonum að við getum bundið enda á stríðið á þessu ári, ekki eftir þrjú ár. En það er mjög, mjög erfitt, mjög erfitt fyrir alla okkar þjóð að eiga við þetta stríð,“ sagði Selenskí forseti á blaðamannafundi í Kænugarði í dag. Kristrún heilsar Selenskí Úkraínuforseta í sinni fyrstu heimsókn til Úkraínu.Mynd/Forsetaembætti Úkraínu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra tólf leiðtoga sem lögðu leið sína til Úkraínu í dag og tók þátt í minningarathöfn, ráðstefnu og blaðamannafundi í tilefni tímamótanna. Á sögulegum stað á sögulegum tíma „Ég myndi nú segja að þetta sé mjög tilfinningaþrungið ástand hérna. Fólk áttar sig auðvitað á því, þessar tilfinningar sem fylgja því að rifja upp hvað fór af stað hérna fyrir þremur árum síðan og minningarathöfnin í morgun sömuleiðis, hún var erfið og maður áttaði sig auðvitað hvað maður stóð á sögulegum stað á þeim tíma,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Leiðtogar kepptust við að ítreka stuðning sinn við Úkraínu í Kænugarði í dag. Mörg ríki boðuðu aukinn varnarstuðning við Úkraínu og auknar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og var Ísland engin undantekning. „Við ákváðum að tilkynna um það í dag að við ætlum að auka varnartengd framlög til Úkraínu um rúma tvo milljarða og þetta er einfaldlega í takt við loforð sem íslensk stjórnvöld gáfu á NATO-fundi síðasta sumar og líka í takt við þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti síðasta vor,“ segir Kristrún. Hún ítrekar að stuðningurinn þurfi að miða að þörfum Úkraínumanna og er veittur í samvinnu við önnur Norðurlönd og Eystrasaltsríki. „Evrópa hefur náttúrlega verið að stíga upp og gefa í þegar kemur að varnartengdum málefnum, líka til að vera góður bandamaður fyrir Bandaríkin,“ segir Kristrún. Með næturlest til Kænugarðs Lofthelgi Úkraínu er lokuð enda eru herlög í gildi í landinu og því takmarkaðar leiðir til að ferðast til landsins. Kristrún mætti með lest ásamt öðrum leiðtogum Norðurlanda í morgun en hún segir ferðalagið hafa gengið vel. „Þetta er auðvitað næturlest þannig að maður eyðir auðvitað meirihlutanum af tímanum bara í svefni, og þegar maður náði að festa svefn þá svaf maður ágætlega en það var mjög vel tekið á móti okkur hérna í Kænugarði um leið og við komum og við höfum bara notið okkar vel miðað, við allt og allt,“ segir Kristrún. „Fólk er líka bara meðvitað um að það er margt gerst og hreifst í alþjóðamálum á undanförnum dögum og vikum og það getur allt gerst núna á næstu dögum og vikum líka og því fylgir auðvitað mikil ábyrgð að taka þátt í svona samtali og reyna að leiða málið í góðan farveg fyrir Úkraínu. Það er það sem þetta snýst um hér í dag.“ Kristrún segir stuðning Íslands skipta máli.Mynd/Forsetaembætti Úkraínu Skilaboðin frá Íslandi séu þau að Íslendingar standi með Úkraínu í verki. Íslensk stjórnvöld hafi það að markmiði að nálgast framlög annarra Norðurlanda til Úkraínu. „Þetta er líka eitthvað sem við erum að gera eftir samtöl við stjórnvöld hér í Úkraínu. Þau eru hérna á ögurstundu og vantar aðstoð í varnartengdum málefnum, þó við höfum auðvitað verið gríðarlega sterk þegar það kemur að mannúðarframlögum. Og við sjáum bara mikilvægi þess að við gerum þetta með öðrum þjóðum,“ segir Kristrún. „Við gerum þetta auðvitað ekki ein. Okkar framlög munu ekki teljast til neins ef við gerum þetta ein.“ Bandamenn Bandaríkjanna einnig Þá segir Kristrún það einnig skipta máli að Ísland geti sýnt fram á að vera góður bandamaður, ekki bara fyrir Úkraínu. „Evrópa hefur náttúrlega verið að stíga upp og gefa í þegar kemur að varnartengdum málefnum, líka til að vera góður bandamaður fyrir Bandaríkin,“ segir Kristrún. „Þrátt fyrir að þessi staða sé skiljanlega mjög fjarlæg hinum almenna Íslendingi, þá er það þannig að við byggjum okkar frið og okkar velferð og öryggi á því að vera í góðu bandalagi með umræddum ríkjum. Og núna þegar reynir á þá þurfum við auðvitað líka að vera þátttakandi og við reynum að gera það eftir bestu getu.“ Nú kveður við nokkuð nýjan tón hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum eftir að Trump tók við. Ert þú bjartsýn á framhaldið? „Ég held það skipti alla veganna gríðarlegu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að maður skynji að það sé mikill vilji til að stoppa átökin og stoppa blóðsúthellingarnar, þá skiptir máli á hvaða forsendum vopnahléi verði komið á, og á hvaða forsendum friði verði komið á. Og þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt og þess vegna eru skilaboðin hér og skilaboðin frá okkur líka, að Úkraína þarf að vera sterk inn í vopnahlésumræður og friðarumleitanir,“ svarar Kristrún. Enn sé vilji til að vinna með Bandaríkjunum þótt samstarfið sé að „breytast og þróast“ að sögn Kristrúnar. „Það er verið að setja meiri kröfu á Evrópu þegar kemur að varnartengdum stuðningi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira