Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:22 Mótmælendur við dómshúsið í morgun. Þeir héldu á skiltum þar minnt var á að í þögn felist ofbeldi og spurðu, hver vissi? AP/Thomas Padilla Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir. Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir.
Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43