Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. febrúar 2025 19:16 Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka, segir bankann hafa lokað á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára vegna gríðarlegrar aukningar í kortanotkun á síðunum. Getty/Stöð 2 Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann. Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann.
Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira